Powered By Blogger

laugardagur, 2. október 2010

Ahh, bara rólegheit

Enn ein helgin komin og það eru bara rólegheit í dag. Ég hef dundað mér í flottu bútateppi. Mitt helsta vandamál þar er skortur á góðu efni, þannig að ég leitaði djúpt í fataskápum feðganna og mín heppin að finna nokkrar skyrtur af báðum sem þeir eru hættir að nota og ég gat nýtt í teppið - flott mál.
Kemur flott út :-)

Við grilluðum kessler og pylsur í kvöldmat, rosa gott eins og alltaf. Svona til að hafa eitthvað annað en bara kjöt þá grilluðum við kartöflur líka. En hérna eru grillin kjöt, kjöt og svo má meira kjöt :-)
1 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

uuu.... hvernig væri að skella inn mynd af fínheitunum :)