Powered By Blogger

sunnudagur, 4. desember 2011

Geltandi hundur


Hundurinn okkar hún Snúlla, gömul Labrador tík, er alveg ágæt. Suma daga er hún svo löt og þreytt að hún varla hreyfir sig. Hún bara liggur eins og skotin og ég tékka af og til hvort ég sjái hana ekki örugglega anda J En hún er ágætis varðhundur og lætur í sér heyra þegar ókunnir koma inn á lóðina, nú eða bara ganga framhjá húsinu. Sem ég skil nú ekki alveg því það er ca 2ja metra hár steinveggur allt í kringum húsið. En hún finnur það á sér þegar einhver er á vappi fyrir utan.
Stundum fer öryggiskerfið hjá okkur af stað og það verða þessi líka ótrúlegu læti. En þá tekur Snúlla heldur betur við sér og hleypur geltandi um allan garð hringinn í kringum húsið og fylgir verðinum alveg eftir. Hún verður alveg brjáluð og það þýðir ekkert að tala við hana á meðan kerfið er á.
Í morgun fór kerfið af stað og Snúlla og Rotany (vörðurinn) fóru sinn hring um garðinn og tékkuðu hvort eitthvað væri að. En greinilega var ekkert að því skömmu seinna slökknaði á því að sjálfu sér. En aftur fór það af stað eftir nokkrar mínútur og aftur fór Snúlla geltandi sinn hring um garðinn með Rotany. En aftur virtist allt í lagi. En nú slökkti ég á kerfinu því Rotany vildi klippa greinar af Avacadotrénu mínu þar sem þær lágu á rafmagnsvírnum sem er ofan á steinveggnum. Þetta gæti valdið því að kerfið fór af stað.
Í sirka þrjú af fimm skiptum sem kerfið fer í gang hjá okkur koma nokkrir öryggisverðir frá fyrirtækinu. Þeir eru í fullum skrúða, með svaka hjálma og öryggisskyldi. Í morgun komu þeir fullbúnir og þá byrjar Snúlla að láta heyra í sér, hún gelti og gelti. Þeir þorðu ekki inn fyrir hliðið hjá mér, ég varð að gjöra svo vel að fara útfyrir til að tala við þá J Þetta er nú soldið skondið. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara segja hæ
kv Fanney