Powered By Blogger

mánudagur, 8. nóvember 2010

Nett áfall

Þannig er mál með vexti að þessa dagana erum við að skipta um númeraplötur á krúttinu mínu. En til þess að skipta um plötur þurfti bíllinn að fara í það sem kallast Road-worthy test. Bíllinn var sendur í þetta próf í síðustu viku og haldið þið ekki að hann hafi FALLIÐ. Ja á dauða mínum átti ég von en því að bíllinn minn teldist ekki nógu góður til að keyra um götur landsins. Það er á hreinu að margir bílar í borginni eru stórhættulegir í umferðinni en ekki bíllinn minn.

Í landi eyðumerkurinnar þar sem ekki rignir svo mánuðum skiptir voru það rúðuþurrkublöðin sem felldu bílinn, þau voru ekki nógu góð :-) Það verður nú að segjast að þessi blöð fara mjög illa í sólinni, en ég meina kommon.

2 ummæli:

núverandi húsmóðir í Æsufellinu :) sagði...

Bwaaahahahahahaaaaa........

Gulla sagði...

Já ég veit, þetta er góður brandari :-)