Powered By Blogger

miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Bleyta - bleyta og enn meiri bleyta

Eins og komið hefur fram hjá mér í fyrri færslum, hefur rignt ansi mikið hér í landi síðustu daga. Síðastliðna nótt rigndi held ég bara stanslaust með tilheyrandi þrumum og eldingum svo að svefnherbergið upplýstist reglulega :-) Það er mjög gaman að upplifa svona rigningu.

Í Namibian í morgun (eitt af dagblöðunum) var að sjálfsögðu fjallað um rigninguna og svo til allir sáttir. Það stóð m.a. "... several towns in the eastern and southern areas hit the rain jackpot (lausleg þýðing: margir bæir í austur- og suðurhluta landsins duttu í rigningar-lukkupottinn).

Það er misjafnt hvað fólk telur vera lukkupott :-)

Það eru reyndar ekki allir eins sáttir við bleytuna hér í landi. T.d. eru götusalar í mestu vandræðum því þeir selja ansi lítið af munum í svona veðri. Þeir eru ýmist með plastpoka yfir öllu dótinu sínu nú eða hreinlega fara með það aftur í geymslu. Þeir hafa löngum beðið borgina að setja upp skyggni fyrir sig - einmitt til að verja þá gegn bleytunni :-)

Engin ummæli: