Powered By Blogger

fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Greiðasemi

Hann sonur minn á það til að eiga lata mömmu (eða við skulum segja þreytta mömmu) sem nennir ekki endalaust að vera að hlaupa hingað og þangað til að sjá eitthvað hjá honum. En hann er búinn að finna lausn á þessum vanda sínum :-) Nú þegar hann vill ég geri eitthvað fyrir sig byrjar hann á að spurja hvort ég geti gert sér tvo greiða. Greiði númer eitt sé að gefa sér koss og svo greiði númer tvö er það sem hann vill láta mig gera fyrir sig. Hann var fljótur að finna það út að mamma hans stenst ekki svona yndislegheit og nú hleypur hún út um allt fyrir þessa elsku sína :-)

Engin ummæli: