Powered By Blogger

sunnudagur, 21. nóvember 2010

Pakka, pakka, pakka

Við erum búin að standa á haus alla helgina við að pakka - get ekki sagt að þetta sé með mínum uppáhaldsverkum. Við erum nú langt komin og allt hannyrðadótið mitt er farið í kassa og ég er bara hálf eyrðarlaus vegna þessa. Datt inn á síður á netinu með hekluppskriftir og finnst alveg ómögulegt að geta ekki gert neitt slíkt :-)

Við Rúnar Atli hlökkum til Evrópuferðarinnar okkar. Við förum héðan 29. nóv og lendum í Svíþjóð 30. Förum svo til Íslands 5. des og það verður meiriháttar.
Engin ummæli: