Powered By Blogger

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Dásamlegt :-)

Rúnar kom til mín áðan með hangandi haus og skeifu. Ég forvitnaðist að sjálfsögðu um hvað væri að. Jú málið var sko að hann langaði svo að tefla og hvorki ég né pabbi hans nenntum að tefla við hann.

Hans lausn á þessu vandamáli er sú að eignast bróður og bað hann mig vinsamlegast að redda því hið fyrsta. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þó hann myndi eignast bróður þá gæti hann ekki teflt við hann fyrr en eftir mörg ár. Hann var ekki alveg að bekena þetta og ég reyndi að útskýra þetta enn betur - en ekkert gekk. Þannig að til að eyða þessu samtali sagði ég honum að pabbi hans væri bara orðinn of gamall til að eignast annað barn :-) Segir ekki þessi stutti þá "við gætum bara fengið nýjan pabba".

Svo fer hann beint til pabba síns og segir honum frá þessu vandamáli sínu og að hann verði eiginlega að fá nýjan pabba þar sem hans pabbi sé orðinn of gamall. Villi varð nú ekkert alltof spenntur fyrir þessari hugmynd hans, skrítið :-)

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

awww krúttið, en hann er alveg með rökhugsun drengurinn og vill leysa vandamálin, ég skal með glöðu geði tefla við hann ef ég hitti hann eitthvað yfir hátíðarnar :)

davíð sagði...

Góður...