Powered By Blogger

mánudagur, 29. nóvember 2010

söfnunarárátta

Það er ekki furða að farangurinn hans Rúnars sé alltaf þungur þegar við erum á ferðalögum. Ég var að finna til ferðahandtöskuna hans í gær og gera hana klára fyrir ferðalagið á eftir. Ég ákvað nú að þvo allt ryk af henni og athuga hvort nokkuð væri í henni. Detta þá ekki þessir fallegu steinar úr henni :-) Hann er sjúkur í steina og hvert sem við förum, þá skal hann alltaf geta fundið sér steina til að taka með sér heim. Þessi söfnunarátta hjá drengnum breytist vonandi ekki í það að verða eins og hjá Árna Johnsen og hann fari að safns sér steinhellum.


2 ummæli:

davíð sagði...

Safnaði Árni ekki bara steinhellum úr Byko?

Gulla sagði...

Var hann ekki að sanka að sér einhverjum graníthellum úr friðhelgu landi um daginn???