Powered By Blogger

sunnudagur, 21. nóvember 2010

Íslenskir jólasveinar

Það er nokkuð síðan Rúnar Atli fór að tala um íslensku jólasveinana og hve hann hlakkar til að fá í skóinn. Hann er m.a.s. með dagsetninguna á hreinu hvenær fyrsti jólasveinninn kemur til byggða.

Ég nýti mér þetta út í ystu æsar. Hann hefur átt það til undanfarna daga að vera óþekkur (bara ótrúlægt :-) ) og í gær sagði ég honum að nú yrði hann að fara að passa sig því jólasveinarnir á Íslandi eru strax farnir að fylgjast með krökkunum, þ.e. hvort þeir séu góðir eða óþekkir. Svo var þetta ekki rætt neitt meir.

Fyrr en í morgun, þá kemur hann til mín og spyr hvaða dagur sé í dag, ekki hvaða vikudagur heldur númer hvað dagurinn í dag sé. Ég segi honum að í dag sé 21. nóvember. Ókey flott, svo þurfti hann blað og skriffæri og bað mig að hjálpa sér að stafa "nóvember". Jú jú, hann skrifaði niður nóvember og sagði svo fyrst að í dag sé 21. þá hafi verið 20. nóv í gær og skrifaði hann það á blaðið líka. Að þessu loknu forvitnast ég um ástæðu þessara skrifa hans. Jú hann vildi bara hafa það skrifað hvaða dag jólasveinarnir byrja að fylgjast með krökkunum og nú þurfi hann að geyma þetta blað á öruggum stað.

Þetta er yndislegt :-)

1 ummæli:

Tommi sagði...

Hahahahahaha þetta er snillingur. Kveðja úr Grundarfirði.

Tommi, Rúna og Kristján Freyr