Powered By Blogger

sunnudagur, 30. mars 2008

Sunnudagsmorgunn

Klukkan 7.10 í morgun vaknaði sonurinn og þar sem ég var nú ekki alveg tilbúin að fara fram strax fékk hann að koma upp í rúm til okkar og átti að hvíla sig í smá stund. Áður en ég vissi af var hann farinn að hoppa ofan á okkur með tilhlaupi. Hann setur undir sig fæturna og hendir sér á okkur. Tilgangurinn er að fletja okkur út eins og pönnukökur. Það er nú ekki alveg laust við að maður fái olnboga og hné á kaf inn í sig með tilheyrandi óþægindum. Með þessum látum tekst honum furðu fljótt að koma okkur á fætur, enda er það kannski tilgangurinn.

Hvað varð um rólegu sunnudagsmorgnana???

2 ummæli:

vennesla sagði...

Hahaha, blessað barnalán:-) Þú átt eftir að brosa yfir þessu eftir nokkur ár (eða ég vona það)

Koss og knús frá okkur í Norge

vennesla sagði...

Er ekkert að frétta hjá ykkur þarna í útlöndunum?

Koss og knús frá okkur í Norge