Powered By Blogger

föstudagur, 28. mars 2008

1. í kulda

Jæja þá er farið að hausta hér í Namibíu. Í gærkveldi var orðið þó nokkuð kalt en við ákváðum samt að kveikja ekki upp, en við sleppum sjálfsagt ekki við það í kvöld. Í morgun komu ískaldar tær upp í rúm til okkar og þá var loftkælingin látin hita herbergið svo hægt væri að koma sér framúr. Þannig að það er ljóst að nú styttist óðum í vetur hér á suðurhveli jarðar.

Engin ummæli: