Powered By Blogger

þriðjudagur, 11. mars 2008

Mamman greinilega ekki í uppáhaldi lengur!!!

Hann sonur minn getur nú verið ósköp ágætur stundum. Hann hlakkar alltaf mikið til að koma heim úr leikskólanum og fara að leika við Flora. Hún Flora er barnfóstran hans og hefur verið með hann á hverjum degi í rúm tvö ár. Hún nennir endalaust að leika við hann og fíflast og hamast. Það eina sem hún verður stundum þreytt á er að horfa á DVD- myndir á íslensku. Hann tekur svona köst af og til og horfir á sömu myndina í marga daga. Í fyrra, t.d. var í uppáhaldi hjá honum að horfa á Bangsaból. Það endaði með því að Flora spurði hvort hún mætti fela myndina því hún var orðin svo þreytt á henni. Svo tók við DVD diskur þar sem jólasveinn syngur mörg þekkt jólalög á íslensku. Núna er í uppáhaldi einhver mynd með Svampi Sveinssyni sem hann fékk að kaupa sér í London. Sú mynd er nú reyndar á ensku svo Flora skilur hvað er í gangi í myndinni. En ég verð nú að viðurkenna að ekki nenni ég fyrir mitt litla líf að horfa á þessa mynd með syni mínum. Að mínu mati er hún alveg drepleiðinleg.

En alla vega, þá er Rúnar mjög hrifinn af Floru. Svo í gær segir hann við mig, "mamma, núna ert þú ekki konan mín. Flora er konan mín". Hann hefur nú sennilega séð að mér hálfbrá við þessi orð hans því hann var fljótur að bæta við "en þegar Flora er farin heim þá ert þú konan mín". Hann hefur greinilega viljað hafa móður sína góða :-)

5 ummæli:

Dagmar Ýr sagði...

Hehe. Rosa gaman hjá honum greinilega =)

En heitir diskurinn ekki Bjarnaból?

Nafnlaus sagði...

Jú auðvitað heitir diskurinn Bjarnaból :-)

kv
Gulla

Nafnlaus sagði...

Ég væri til í að borga mikið af peningum til þess að það væri ekki ég sem þyrfti alltaf að horfa á sömu DVD myndirnar með syni mínum..:-) hann tekur líka svona tarnir, ekki mjög skemmtilegt.

Koss og knús frá Norge

Nafnlaus sagði...

hæ hæ bara að kikka á þig hilse til allra.

Nafnlaus sagði...

hahahhaaaaa