Powered By Blogger

föstudagur, 28. mars 2008

Jedúddamía

Ég gerði nú heldur betur mistök í gær og ég fæ bara hroll við tilhugsunina. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég steingleymdi að loka á eftir mér húsinu í gær. Seinni partinn fórum við með Ella, Allý og krakkana í heimsókn í Katatura til að skoða hverfið. Við fengum að kíkja heim til Lidia (heimilishjálpin mín) og það var mjög forvitnilegt. Við höfum sjálfsagt verið í burtu í um einn klukkutíma og bara Tinna var heima því hún var að læra fyrir próf. Þegar við komum svo heim frá Katatura þá er bara allt galopið, úff. Þegar við vorum að fara lenti ég í einhverjum vandræðum með að loka bílskúrnum en hélt það hefði nú tekist að lokum en greinilega ekki því það var allt galopið. Það er innangent í húsið úr bílskúrnum og hver sem er gat hafa farið inn.

Ég rauk beint inn til Tinnu til að tékka hvort hún væri ekki í lagi og sem betur fer var hún bara hress og hafði ekki orðið vör við neitt. Við ákváðum nú samt að ganga einn hring um húsið og gátum ekki séð að neitt hefði horfið. Þá fór ég nú að slaka aðeins á en ég bara skil ekki hvernig ég gat klikkað á að loka húsinu því ég passa þetta alltaf mjög vel. Svo í gærkveldi var Villi eitthvað að vappa í bílskúrnum og rekur þá augun í að reiðhjólið hans er horfið. Það hefur sem sagt einhver séð sér leik á borði og komið inn í bílskúr og haft hjólið á brott með sér. Ég þakka bara guði fyrir að hann fór ekki inn í húsið þar sem Tinna mín var ein heima.

2 ummæli:

lefobserver sagði...

PLEASE
CAN YOU ENTER IN MY BLOG IN ORDER TO TAKE THE FLAG OF YOUR COUNTRY AND IT IS WRITTEN IN MY BLOG OF VISITORS?
THANK YOU
lefobserver.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

Jeremías Pétur, skil vel að þú hafir fengið sjokk Gulla mín

Koss og knús frá okkur í Norge