Powered By Blogger

miðvikudagur, 15. júní 2011

Tæknigellan

Jæja þá er ég komin til New York. Flugið hingað gekk bara vel. Mannhafið við immigration var alveg með ólíkindum en það tók sjálfsagt ekki nema um 45 mín að komast í gegnum þar.

Nú er ég búin að fá mér að borða og fann stað til að hlaða iPoddinn fyrir næsta flug. Mér datt svo í hug að athuga hvort JFK byði upp á ókeypis nettengingu. En svo virðist ekki vera heldur komu upp skilaboð í paddann að ég gæti downloadað app sem heitir Boingo Og í gegnum þetta app gæti ég tengst netinu í klukkutíma í senn og það verður gjaldfært af iTunes reikningnum mínum. Snilld. Villi minn, segðu svo að ég sé technically challenged :-)

Nú er bara að bíða eftir næsta flugi og að komast loks á hótelið í Vancouver. Vona bara að ég sofni ekki hér og missi af fluginu mínu. Get ekki neitað því að ég sé þokkalega þreytt.


- Posted using BlogPress from my iPad

3 ummæli:

Villi sagði...

Sýnir þetta ekki bara að þú leyfir mér að halda að ég hafi einhverja yfirburði á þessu sviði, en þeir yfirburðir eru bara ekki til staðar...

davíð sagði...

Ég þurfti að lesa þennan pistil tvisvar til að skilja hann. Ég hlýt að vera að eldast.

Gulla sagði...

Já Davíð minn, það er svona að fylgja ekki tímanum :-)