Powered By Blogger

mánudagur, 13. júní 2011

Heimferð

Jæja þá fer að líða að heimferð eftir margra daga ofát og skemmtilegheit. Dvölin í Danmörku var meiriháttar og það var yndislegt að hitta "norsku" fjölskylduna :-) Þar var fínn matur á hverjum degi og maður lá bara á meltunni - Takk Ásgeir minn fyrir okkur :-)

Svo lá leiðin aftur til Svíþjóðar í enn fleiri matarveislur. Það er eins gott að yfirvigt reiknast ekki af líkamsþyngdinni :-)


En nú er sem sagt komið að heimferð. Þó það sé skemmtilegt í ferðalögum þá er alltaf frábært að komast heim aftur :-)

Ég stoppa reyndar stutt á Íslandi núna, reiknast til að það verði um 14 klukkustundir áður en ég legg af stað í næstu ferð. Þá verður farið aðeins lengra, eða til Prince George norður í rass.... í Bresku Kólumbíu. Það verður meiriháttar að hitta Tinnu Rut og sjá hvernig hún býr :-)


1 ummæli:

Jóhanna Þorvarðardóttir sagði...

Eins gott að allt flug verði á áætlun :)