Powered By Blogger

laugardagur, 25. júní 2011

Prince George

Þá er ég komin heim frá Prince George. Það var frábært að vera þar hjá dóttur minni. Við höfðum það ósköp notalegt við mæðgurnar. Við vorum með bílaleigubíl allan tímann og innifalið í verðinu voru 1050 km. Ég hins vegar "túrhestaðist" akkúrat ekki neitt. Það eina sem við gerðum var að fara í búðir og versla aðeins :-) Enda skemmtum við okkur ágætlega. Ég held ég hafi tekið alveg heilar fjórar myndir og þar af voru þrjár af Tinnu Rut og Justin.

Almennt finnst mér mjög stressandi að vera með bílaleigubíl því ég er svo hrædd um að hann rispist eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég passaði alveg sérstaklega vel upp á hann. Svo þegar ég skilaði honum þá spurði daman "og hvað er búið að keyra hann mikið?". Ég sagði henni rúmlega 130Km. Henni fannst þetta nú eitthvað ótrúlega léleg keyrsla á frúnni :-) Svo átti ég bara að láta hana fá lyklana og einhverjir gaurar myndu fara yfir bílinn síðar þann sama dag. Ég sagðist nú ekki alveg vera sátt við það, því hvað ef einhver kæmi og rispaði bílinn eftir að ég er búin að skila honum og áður en þeir fara yfir hann??? Ég ætla sko ekki að fá einhvern stjarnfræðilega háan reiknin í bakið. Það endaði með því að daman bauðst til að koma út og skoða bílinn fyrir mig. Ég þakkaði henni kærlega fyrir og til að bæta aðeins í fékk ég líka nafnið á henni, bara svona til öryggis.

Það er ekki tekið út með sældinni að leigja frúnni bíl :-)

Engin ummæli: