Powered By Blogger

sunnudagur, 29. maí 2011

Bætist í

Enn eitt árið hefur bæst við hjá frúnni og hún voða lukkuleg með aukna reynslu sem fylgir þessum árum. Vil þó samt ekki meina að ég sé hokin af reynslu he he :-)

Ég á svo yndislega fjölskyldu að ég var böðuð í afmælisgjöfum og var m.a.s. send í fjársjóðsleit til að finna pakkana, gaman að þessu :-)

Í einum pakkanum leyndist þessi líka frábæra græja

Þannig að ég hef lítið gert um helgina fyrir utan það að læra á paddinn minn og dást að honum úr fjarlægð. Því Rúnar Atli er einnig mjög hrifinn af græjunni og telur sig vera kominn með eignarrétt á paddinn. Hann er búinn að ná sér í fullt af leikjum og sennilega kann hann betur á tækið en ég. Það vill til að Villi og hann hafa farið í nokkra hjólatúra um helgina þannig að ég hef fengið smá stund til að vera á græjunni á meðan gaurinn er úti.

Svo bíð ég bara eftir því að ljúka vinnunni og komast í Tyrknest nudd sem stelpurnar mínar gáfu mér :-)

1 ummæli:

Jóhannan sagði...

úúúú töff talva.....