Powered By Blogger

laugardagur, 7. maí 2011

Kaupauki

Ég tel mig vera mjög heppna að vera kennara (svona oftast :-) ). Síðan ég var 9 ára gömul vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi verða "þegar ég yrði stór"; þ.e. kennari og ekkert annað. Þau ár sem ég hef verið svo lánsöm að stunda kennslu hafa ýtt undir þá trú mína með að þetta sé það yndislegasta starf sem ég gæti hugsað mér.

Sem kennari er t.a.m. hægt að fara í vettvangsferðir og síðast liðinn fimmtudag fór ég með 8. bekkinn minn á tvö söfn - hvorki meira né minna. Fyrst fórum við á Landnámssýninguna 871+-2 í Aðalstræti. Safnið er algjört æði og gaurinn sem tók á móti okkur og leiðbeindi okkur um safnið var frábær. Því miður náði ég ekki nafninu hans - en það var alveg greinilegt að hann hefur oft tekið á móti hópum áður og vissi alveg hvernig hann átti að snúa sér og svara þegar nemendur komu með "flottar" spurningar :-) Enda þakkaði ég honum kærlega fyrir frábæra móttöku og greinilega náði hann vel til krakkanna minna því hegðun allra var til fyrirmyndar.

Þegar þessari heimsókn var lokið, var arkað út á Granda á sjóminjasafnið. Þar fengum við góða leiðsögn um varðskipið Óðinn.

þeir starfsmenn sem sinna því að taka á móti bekkjum úr grunnskólum borgarinnar eru meiri háttar. Þetta er þriðja heimsóknin sem ég fer með bekkinn minn í vetur og þeir starfsmenn sem taka á móti okkur og leiðbeina um "sín" söfn hafa reynst okkur frábærlega.

Í þessi skipti hef ég skemmt mér alveg konunglega og haft mikla ánægju af, sjálfsagt ekki minna en nemenda minna.

En ég viðurkenni fúslega að þegar við komum aftur upp í skóla á fimmtudaginn var ég gjörsamlega búin á því :-) Þrátt fyrir góða hegðun og fyrirmyndarframkomu þá rís stresslevefið aðeins :-)

En þessar vettvangsferðir eru hreinn kaupauki :-)




Engin ummæli: