Powered By Blogger

fimmtudagur, 19. maí 2011

Líður að sumarfríi

Ekki neita ég því að það sé smá hnútur í minni vegna þess hve stutt er eftir af skólanum og áleitnar spurningar skjóta upp kollinum, þar sem þessi er nú hvað ásælust: hvernig held ég nemendunum í lærdómsstuði það sem eftir lifir :-)

Það lítur út fyrir að það verði nóg að gera í sumar. Við fjölskyldan skellum okkur í stutta ferð til Svíþjóðar þann 4. júní. Til stendur að keyra yfir til Danmerkur og hitta norska hluta fjölskyldunnar og halda upp á stórafmæli :-) Við komum aftur til Íslands þann 13. og strax daginn eftir legg ég af stað til Kanada að heimsækja Tinnu Rut og verð í burtu í viku. Svo er sumarbústaðarferð í viku um leið og ég kem heim frá Tinnu. Eins þarf að koma Rúnari á hin ýmsu námskeið sem hann er skráður í. Svo náttúrulega verður lagt í stóru ferðina í lok júlí og aðra stóra í ágúst.

Ég plana það að vera komin í rólegheit í kringum 17. ágúst :-)

3 ummæli:

johanna sagði...

og hvað eru Vestfirðir ekki inní neinum ferðapakka ;)

Gulla sagði...

Heyrðu, jú það stendur til að kíkja á Vestfirðina - vonandi náum við því

Jóhanna sagði...

Dásamlegt,ég býð uppá 3 stjörnu hótel, rautt og hvítt og vatn og bjór og dinnera og sumar og sólskin