Við skelltum okkur til Grundarfjarðar um helgina og skemmtum okkur mjög vel. Við höfum nú ekki farið oft vestur á þessu ári. En í fyrstu ferðinni var svo brjálað veður á leiðinni að rúðuþurrkurnar fuku upp. Næsta sinn var klikkað veður á leiðinni heim og urðum við veðurteppt í Borgarnesi í nokkra klukkutíma. Í þetta sinn var mjög gott veður þegar við lögðum af stað úr bænum. Svo fór að þykkna því nær sem dró og rétt fyrir utan Grundarfjörð var slydda.
Ég hafði gert mér vonir um að liggja í sól og hita úti á palli en það varð nú ekki í þetta sinn. En það er alltaf gaman í firðinum alltaf hægt að grilla sama hvernig viðrar og til að toppa ferðina þá hittir maður svo skemmtilegt fólk þar :-)
Sólbaðið kemur bara næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli