Powered By Blogger

þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Vetrarfrí

Í gær og í dag erum við Rúnar Atli í vetrarfríi og við erum sko meira en sátt við það :-) Það er mjög gott að fá svona fjögurra daga helgi og við höfum tekið þessu nokkuð rólega og bara dundað okkur. Fórum í sjö ára afmæli á sunnudaginn - sem var mjög skemmtilegt. Í gær fórum við svo á bókasafnið í Gerðubergi. Við vorum þar í langan tíma því það þurfti að skoða svo margar bækur og ákveða hvaða bækur ætti að fá lánaðar. En hann fékk sitt eigið bókasafnsskírteini og kom heim með sjö bækur. Í morgun fórum við svo í Húsdýragarðinn. Garðurinn kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef aðeins einu sinni áður farið þangað og var það árið 1991 - sumarið sem við fluttum erlendis. Ég held að Rúnar Atli hafi farið einu sinni, fyrir kannski þremur árum, alla vega man hann ekki eftir því.

Við skemmtum okkur mjög vel og fórum sjálfsagt þrjá hringi um garðinn. Honum fannst greinilega skemmtilegast að fylgjast með selunum og við vorum svo heppin að þeim var gefið á meðan við vorum þar.

Þó það hafi nú ekki verið kalt úti, þá komum við heim hálfloppin en mjög ánægð :-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ooohh, ég vildi að ég hefði fengið vetrarfrí líka, hefði alveg þegið það.
En það var gaman að fá ykkur í afmælið á sunnudaginn.
kv
Sigga

Gulla sagði...

Nauðsynlegt að fá vetrarfrí :-)