Ég ákvað að taka myndir af þeim bútateppum sem ég er byrjuð á - nokkurs konar sýnishorn af því sem komið er so far :-)
Þetta munstur heitir Cubbie Holes og ég fékk það í þessum klúbbi sem ég hef verið áskrifandi að í þrú ár. Meiri háttar góð síða.
Þetta teppi finnst mér meiri háttar flott, þó ég segi sjálf frá :-) Munstrið heitir Easy Beginners' Rail Fence og ég fann það á sama stað
Nú þarf ég bara að læra að klára teppin, þ.e. að gera borders og samloka þau. En ég er viss um að ég get kennt mér það sjálf eins og annað.
Crazy Quilt munstrið hér efst er reyndar miklu flottara en það kemur út á þessari mynd. Ég er komin með annað teppi í huga þar sem ég nota sama munstrið en litagreini það. Þar sem ein lína í teppinu verður öll t.d. í rauðum litum, sú næsta í bláum litum, o.s.frv. Ég held það muni koma mjög flott út. Ég sá einhvers staðar mynd af svipuðu teppi og það var mjög flott.
En nú veit ég ekki alveg hvort ég hafi tíma til að gera fleiri bútateppi. Rúnar Atli er nefnilega farinn að biðja um útsaumaðar myndir og ég hef lofað honum að athuga það mál :-)
5 ummæli:
Ég vil bara láta þig vita að ég vil fá bútateppi á undan Rúnar Atla. Just so you know :)
Vááááá......... myndarskapurinn í þér kona góð. Þetta er geggað :)))
Ég veit Tinna mín. Þitt teppi er langt komið og þegar það er búið þá fer ég að huga að einhverju fyrir Rúnar - hann vill fá útsaumaða dýramynd :-)
Takk Jóhanna mín - ég er mjög sátt við afraksturinn :-)
Alveg svakalega flott hjá þér Gulla, ekki hefði ég þolinmæði í þetta, en ég hef þolinmæði í að elta óþekkar rollur.
kv.
Sigga
Takk Sigga, reyndar hefði ég nú ekkert á móti því að elta rolluskjátur af og til :-)
Skrifa ummæli