Powered By Blogger

laugardagur, 9. október 2010

Sjónvarpsefni

Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem BBC er með hælana hvað sjónvarpsþáttagerð varðar. Einhvern tímann í fyrra keypti ég The Darling Buds of May þáttaseríuna - þessi séría var sýnd í sjónvarpinu heima fyrir einhverjum árum, eftir að við Villi flytjum til Kanada. Ég man að mömmu þótti þessi sería meiri háttar góð og einhverra hluta vegna mundi ég alltaf nafnið á seríunni. Svo ákvað ég að kanna þetta nánar og keypti svo seríuna. Ég get horft endalaust á hana og í hvert sinn sem ég horfi þá treyni ég mér síðasta diskinn til þess að eiga eitthvað eftir :-)

Núna er ég að horfa á síðasta diskinn og get svo byrjað aftur :-)

Engin ummæli: