Powered By Blogger

mánudagur, 11. október 2010

Félagsmál

Ég hef verið meðlimur makaklúbbsins - Association of Diplomatic Spouses - hér í Windhoek síðan október 2007 - tók þá strax við sem ritari klúbbsins og í apríl 2009 varð ég forseti.

Meðlimir klúbbsins koma frá öllum heimshornum, Zimbabwe, Zambiu, Angola, Botswana, Egyptalandi, Indónesíu, Kína, Finnlandi, Rússlandi, Þýskalandi, svo nokkur lönd séu nefnd.

Það hefur verið alveg meiri háttar skemmtilegt að starfa með þessum samtökum og að kynnast þessum konum. Hópurinn hefur orðið mín önnur fjölskylda. En þar sem veru minni hér í Namibíu fer að ljúka kom að því að ég varð að segja af mér og í ágúst tilkynnti ég uppsögn mína bæði sem ritari og forseti. Uppsögnin tók svo gildi um mánaðarmótin sept - okt. Þessi mynd var tekin í tilefni síðasta fundarins þar sem ég var forseti.

Oh, ég á eftir að sakna þessa hóps mikið - en svona er lífið.

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

Myndarlegur hópur kvenna þarna sé ég. Gulla mín má ég mæla með kvenfélugum á Íslandi, starf í svipuðum anda en samt svo ólíkt. Ég er búin að vera kvenfélagskona síðan 2001 og ætla að vera það áfram um aldur og æfi ;)

Gulla sagði...

Já ég hef mikið velt þessu fyrir mér og held að ég muni enda í kvenfélagi heima :-)