Powered By Blogger

mánudagur, 11. október 2010

Tækjafrík

Villi kom heim í gær og að sjálfsögðu kom hann ekki tómhentur - frekar en fyrri daginn. Við fjölskyldan stórgræðum á þessu flakki í honum :-)

Hann færði mér þennan líka flotta Docking Speaker - hátalara fyrir iPodinn minn - geggjað og ekki skemmir liturinn fyrir, skærbleikur.

iPodinn fékk ég í afmælisgjöf í vor og þetta er sennilega sú græja sem ég nota hvað mest. Ég hef keypt fullt af bókum til að hafa á honum og svo ligg ég uppi í rúmi á kvöldin og les. Villi er líka mjög ánægður með þetta því ég þarf þá ekki að hafa ljós á lampanum mínum alla nóttina :-)

Svo er hérna önnur græja sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra - digital myndarammi og hann er algjör snilld. Mér finnst þessi hugmynd alveg meiriháttar.

Það er kannski eitthvað til í því sem Villi segir, þ.e. að ég sé tækjafrík :-)


Engin ummæli: