Við Villi og Rúnar vorum í ferðalagi í síðustu viku og þar sem Villi hefur bloggað um ferðalagið þá nenni ég því ekki.
Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég fann fyrsta gráa hárið, þetta mun hafa verið um mánaðarmótin mars-apríl 1993. Þá nótt var ég að leggja af stað ein með stelpurnar frá Vancouver til Íslands í gegnum Seattle og New York. Ég var ansi stressuð og taldi að grá hárið væri bara sökum þess. Ég var nú ekki lengi að kippa þessu eina gráa út, reyndar var það snjóhvítt en ekki grátt - en það er nú önnur saga.
Svo hef ég látið lita á mér hárið í mörg ár og um leið og ræturnar eru orðnar gráar er arkað af stað til Ilse og hún reddar málum hjá mér. Það er að segja, þar til núna.
Í morgun byrjar hún sem sagt að klippa mig og kom með þessa athugasemd sína. Eftir svarið mitt hélt hún bara áfram að klippa; svo spyr hún mig hvort ég ætli að halda þessu "new look" mínu og ég gaf nú lítið út á það. Það færi náttúrulega eftir því hversu grá ég væri orðin. Svo klikkir hún út með því að "nei ég muni láta lita á mér hárið innan tíðar - ég væri alltof ung fyrir þetta look".
Þannig að þetta var svo sem ekki dulin meining hjá henni - ég er alltof gráhærð :-)
2 ummæli:
Gulla mín, þú ert alltaf falleg kona nokkur grá hár til eða frá skipta engu máli :)
Heyrðu, þetta er að verða eitthvað trend hjá mörgum stelpum, mér finnst þetta oft bara töff. Hlakka til að sjá þig til að vita hvernig útkoman hefur orðið!
Skrifa ummæli