Powered By Blogger

þriðjudagur, 7. september 2010

Soroptomistar

Ég er í nefnd sem er að reyna að koma Soroptomista-klúbbi á koppinn hér í Namibíu. Nefndin hittist nokkuð reglulega og svo einu sinni í mánuði er almennur fundur. Þetta gengur ósköp hægt en samt komumst við alltaf aðeins áfram. Var einmitt á nefndarfundi í gær - ein úr nefndinni var að koma af ráðstefnu þessara klúbba í Suður Afríku.

Það eru um 3000 slíkir klúbbar í 125 löndum heimsins. Markmið Soroptomista er að efla og styrkja konur og börn. Þetta er mjög skemmtilegt starf og það eru svo mörg mál hérna í Namibíu sem slíkur klúbbur getur aðstoðað. Það er líka gaman að taka þátt í stofnun svona klúbbs.

Ótrúlegt hvað maður finnur sér alltaf eitthvað til dundurs :-)

Engin ummæli: