Powered By Blogger

fimmtudagur, 18. júní 2009

Svartur dagur

Æi þá kom að því að við Villi þurftum að endurnýja örbylgjuofninn okkar. Þetta var orðið hið versta mál því heimasætan gat ekki poppað sér almennilega því ofninn var bara svo til hættur að virka. Það var ekki hætt að suða fyrr en nýr örbylgjuofn var kominn í hús. Ég fór tvisvar í búð að skoða nýjan grip en gat bara ekki ákveðið mig og fannst mjög erfitt að þurfa að kaupa nýjan. 

Ástæða þess að þetta var svona erfitt fyrir mig er sú að við Villi fengum þennan ofn í brúðkaupsgjöf fyrir tæpum 23 árum - takk fyrir. Ofninn hefur fylgt okkur Villa í þrjár heimsálfur og aldrei klikkað. Hann er algjör snilld - allt hægt að gera í honum og ég er sannfærð um að þrátt fyrir háan aldur þá er hann enn sá besti og fullkomnasti á markaðnum - ekki spurning. 

Vonandi er þetta ekki "omen" um það sem koma skal, þ.e. að fleiri breytingar og endurnýjanir séu í vændum eftir tæp 23 ár :-) 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á ad yngja upp manninn ? Veit ad thad er kominn tími á minn:-) Veistu ad minn örbylgjuofn lifir ennthá gódu lífi, ég er búin ad nota hann i 15 ár og mamma notadi hann í einhver ár ádur enn ég tók yfir. Hef einhvern grun um ad raftæki í dag séu ekki eins endingargód og thau voru, ísskápurinn okkar og thvottavélin dugdu bara í 6 ár:-(

hóstandi húsmóðir vestur á fjörðum sagði...

þetta er alvöru græja, væntanlega er þessi fíni örbylgjuofn merktur einhverju góðu fyrirtæki. Gætir þú nokkuð upplýst um það.....

Klárlega gott merki þarna á ferð fyrst ofninn endist svona lengi

Gulla sagði...

Þótt líf mitt lægi við þá er ekki séns að akkúrat núna muni ég hvað ofninn minn gamli heitir. Ég þarf nú að tékka á því og upplýsi svo um merkið :-)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ lét verða að því að skoða síðuna gaman að fá fréttir af ykkur kv.Hanna Lár