Powered By Blogger

sunnudagur, 14. júní 2009

Jahérna

Flest á nú að banna eða takmarka, ég átti bara varla til orð þegar ég las þessa frétt í mogganum um daginn. Hér í Namibíu heilsast og kveðjast allir unglingar með því að faðma hvern annan. Það eru ekki bara unglingarnir sem faðmast heldur varð ég vör við það um daginn þegar ég fór með Rúnar í leikskólann að þar faðmast litlu krakkarnir líka þegar þeir hittast. 

Ég á erfitt með að skilja við hvað fólk er hrætt þegar unglingar/krakkar faðmast - ég meina hvað er vandamálið. Mér finnst þetta einmitt vera ljóst dæmi þess að krakkarnir eru öruggir með sig. Hver vill ekki byrja daginn á faðmlagi frá vini/vinkonu?? Mér finnst þetta bara frábært.

Engin ummæli: