Powered By Blogger

mánudagur, 15. júní 2009

Snatt okkar mæðgna

Þá erum við mæðgur að fara að hitta saumakonu. Þannig er nefnilega mál með vexti að Tinna útskrifast sem stúdent í lok þessa árs en lokaballið verður í lok ágúst. Því eftir ágúst taka prófin við. En hún þarf sem sagt að láta sérsauma á sig kjól þessi elska. Hún fann myndir af rosaflottum kjólum og ætlar að athuga hvort saumakonan eigi eitthvað svipað munstur. 

Þetta lokaball er víst algjört spari-ball. Foreldrum er boðið í matinn og það verður gaman að sjá alla útskriftarnemana í sínu fínasta pússi.

2 ummæli:

Jóhannan sagði...

fær ekki saumakonuneminn í fjölskyldunni að sauma fyrir sytur sína.... hmmmm....annars þá bíð ég spennt eftir mynd af kjólnum, við hér á fróni hljótum að fá að sjá kjólinnn

Gulla sagði...

Það verður sett inn mynd af gripnum þegar nær dregur. Því miður verður of stutt í ballið þegar Dagmar kemur út. Þó það sé heill mánuður þá er bara svo margt sem þarf að huga að - að ég tek ekki sénsinn á því.

Annars hefði náttúrulega verið tilvalið að saumakonuneminn fengi að spreyta sig :-)