Powered By Blogger

sunnudagur, 14. júní 2009

Brrrr

Nú þegar vetur er genginn í garð verður ansi kalt hér í húsinu. Hús hérna hafa ekki ofna, heldur reynir maður að hita upp með því að kveikja upp í arninum - nú eins kaupir fólk sér litla rafmagnsofna og notar þá. En hvað sem því líður er mjög kalt í húsinu okkar. Nú einn morguninn vorum við Rúnar að borða morgunmat og það var svo kalt að hann var í úlpu, með húfu og trefil, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það er frekar ónotalegt að byrja daginn svona

Engin ummæli: