Powered By Blogger

laugardagur, 31. maí 2008

Símtöl

Það verður nú að segjast eins og er að Rúnar Atli er orðinn ansi vanur því að mamma hans fari til Íslands og sé þar í einhvern tíma. Þ.a.l. er ekki mikið vandamál að kveðja hann á flugvellinum í Windhoek. En eftir að við fengum okkur íslenskt símanúmer úti í Namibíu þá er Rúnar mjög duglegur að hringja í mömmu sína og suma daga hringir hann oft á dag. Þessi símtöl eru nú ansi stutt en seinna símtalið hans til mín í dag er það allra stysta hingað til.

Símtal 2 í dag:

R: Hæ mamma. Ég er ótrúlega duglegur að borða matinn.

M: Hæ elskan mín. Ertu svona duglegur?

R: Já.

M: Hvað fékkstu í kvöldmat?

R: Pulsu og pasta og ég kláraði allt. Okey, bless.

Þetta símtal tók ca 30 sekúndur og er met en það er gaman að þessu.

2 ummæli:

vennesla sagði...

Æi hvað hann er mikil rúsína þessi elska:-)

Koss og knús frá okkur í Vennesla

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

ekkkert smá krúttlegt