Það verður nú að segjast eins og er að Rúnar Atli er orðinn ansi vanur því að mamma hans fari til Íslands og sé þar í einhvern tíma. Þ.a.l. er ekki mikið vandamál að kveðja hann á flugvellinum í Windhoek. En eftir að við fengum okkur íslenskt símanúmer úti í Namibíu þá er Rúnar mjög duglegur að hringja í mömmu sína og suma daga hringir hann oft á dag. Þessi símtöl eru nú ansi stutt en seinna símtalið hans til mín í dag er það allra stysta hingað til.
Símtal 2 í dag:
R: Hæ mamma. Ég er ótrúlega duglegur að borða matinn.
M: Hæ elskan mín. Ertu svona duglegur?
R: Já.
M: Hvað fékkstu í kvöldmat?
R: Pulsu og pasta og ég kláraði allt. Okey, bless.
Þetta símtal tók ca 30 sekúndur og er met en það er gaman að þessu.
2 ummæli:
Æi hvað hann er mikil rúsína þessi elska:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla
ekkkert smá krúttlegt
Skrifa ummæli