Eins og flestir vita sjálfsagt þá var mæðradagurinn um daginn. Ég er svo rík af börnum og gullin mín brugðust ekki móður sinni núna frekar en venjulega. Heldur færðu mér gjafir í tilefni dagsins :-)
Í Namibíu fékk ég þennan fallega blómavönd frá Tinnu Rut
og þegar ég kom til Íslands þá beið þessi fallega blómakarfa eftir mér frá Dagmar Ýr
Frá Rúnari Atla fékk ég fallegt listaverk sem hann hafði gert í leikskólanum en ég er því miður ekki með mynd af því.
En það er yndislegt að vera svona heppin mamma :-)
2 ummæli:
Að vera ríkur er sko ekki mælt í peningum, það eru börnin okkar sem gera okkur rík:-)
Koss og knús frá Maju sem er líka svona rík:-)
Núna á miðvikudegi, 10 dögum eftir mæðradag, þá stendur blómavöndurinn í Windhoek enn
Skrifa ummæli