Powered By Blogger

laugardagur, 31. maí 2008

Afmæli

Frúin átti afmæli s.l. mánudag og ég þakka kærlega fyrir góðar afmæliskveðjur. Elsku dætur mínar, þessar frábæru stelpur, gáfu mömmu sinni að sjálfsögðu góðar gjafir. Ég fékk DVD diska. Annar diskurinn er sería nr. 6 af Morðgátu. Ég er að safna þessum seríum og var sjötta serían kærkomin viðbót við safnið.

Fyrir þá sem ekki muna eftir Morðgátu (Murder she wrote) þá eru þettar þættir sem hafa sjálfsagt verið á skjánum á níunda áratugnum með Angela Lansbury í aðalhlutverki. Það er svo gaman að horfa á þættina, sykursætir og góðir :-)

Hinn diskurinn sem elsku stelpurnar mínar gáfu mér heitir Murder most horrid. Þetta eru frábærir grín-afbrota þættir með Dawn French. Snilld.

2 ummæli:

vennesla sagði...

Þú safnar Morðgátu seríunni og ég safna Hercule Poirot. Kannski ættum við að hittast í viku, tvær einar og horfa á heila klabbið saman:-)

Koss og knús frá Maju

Nafnlaus sagði...

Ég væri sko meira en til í það. Heldur þú að þetta væri geggjað, horfa á DVD í viku, með hvítvín og osta og ég tala nú ekki um félagsskapinn. Þar sem við erum báðar svo skemmtilegar þá myundum við báðar skemmta okkur - he he

Segðu bara til hvar og hvenær :-)

kv,
Gulla