Powered By Blogger

föstudagur, 16. maí 2008

Ísland

Jæja þá er ég komin á klakann og það er bara alveg þokkalega ágætt :-) Flugferðin gekk mög vel. Reyndar gat ég lítið sofið á næturfluginu því það var lítið barn nokkrum röðum fyrir framan mig og reglulega um nóttina fór barnið að hágráta. Því leið greinilega ekki vel en ég vorkenndi foreldrunum mikið, því ekki bara var barnið þeirra hágrátandi heldur hafa þau örugglega haft miklar áhyggjur af því að barnið þeirra hélt vöku fyrir öllum öðrum í vélinni - úff það getur ekki verið þægilegt.

En þrátt fyrir grátinn þá gekk ferðin bara vel og var fljót að líða. Svo þegar til London kom þá þurfti ég að skipta um flugvöll og koma mér á Heathrow. Það var nú bara ein stutt rútuferð, ja kannski ekki stutt, hún tók rúman einn og hálfan tíma. Flugið til Íslands gekk líka mjög vel. Ég var svo heppin að lenda í vél sem Iceland Air hefur tekið í gegn. Nú var vel rúmt á milli sæta og sætið við hliðina á mér var autt þannig að við sátum tvö í þremur sætum - sem er mjög gott. Það var ekki nóg með að ég hefði nóg pláss heldur var ég líka með mitt eigið sjónvarp og nýtti ég mér það heldur betur. Ég hafði reyndar ætlað mér að sofa á leiðinni til Íslands en ákvað að prófa sjónvarpið. Ég fann þættina "Two and a half man" og ég ákvað að horfa á þá. Ætli ég hafi ekki horft á ca sex þætti. Mér finnst þessir þættir alveg meiri háttar skemmtilegir enda gat ég stundum ekki haldið niðri í mér hlátrinum en ég reyndi eins og ég gat en það gerði bara illt verra. Því það komu bara skrækir og þess háttar skemmtileg hljóð. Ég hálf vorkenndi manninum sem sat í sömu röð og ég því sjónvarpið hans var bilað og ég var með þessi skemmtilegu hljóð. En vorkunninn risti nú ekki mjög djúpt. Æi svona er þetta bara.

Ég er nú hálf svekkt því ég legg á mig þetta langa ferðalag til að vera með eldri dóttur minni. En nei nei, ég er búin að vera heima í tvo daga þá er hún þotin út úr bænum og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Svo ég verð alein alla helgina.

2 ummæli:

vennesla sagði...

Ferlega neyðarlegt að sitja ein og hlægja eins og bjáni, ég hef sko lent í því og ekki hlæ ég mjög lágt:-) En aumingjans foreldrar litla barnsins í flugvélinni.

Ferlega er Dagmar Ýr ómerkileg við elsku mömmu sína, þessir krakkar eiga bara að halda sig heima:-)

Koss og knús frá okkur í Norge

Nafnlaus sagði...

Gulla min svona varst þú nú einu sinni mín kæra, helst ekki vatni ef eitthvað var að ske,hvað þá ef stúdenta húfa var nærri,nei ég segi svona.
Elli