Jæja þá er þessari löngu helgi að ljúka. 1. maí, dagur verkalýðsins, er mikill hátíðisdagur hér í Namibíu og er því frídagur. Nema náttúrulega fyrir afgreiðslufólk, allar búðir voru opnar eins og um sunnudag var að ræða. Mörg fyrirtæki höfðu svo lokað á föstudaginn því á sunnudeginum var Kasingadagur og þegar lögbundinn frídagur ber upp á helgi þá er mánudagurinn á eftir frídagur. þannig að margir hafa verið í fríi síðan á miðvikudagseftirmiðdag. Ég gat þó ómögulega verið án minna aðstoðarkvenna á föstudaginn. En við hjónin vorum hjálparlaus laugardag, sunnudag og mánudag. Villi var duglegur að vaska upp á laugardaginn, ég tók mig til á sunnudaginn og skellti litla fingri í kalt vatn og tók að mér uppvask. En í dag, mánudag, verð ég að viðurkenna að hvorugt okkar hafði "tækifæri" til að vaska upp :-)
Enda er núna bara beðið eftir að Lidia mæti í fyrramálið, því síðustu diskarnir voru notaðir við kvöldverðinn. Það var bara eins gott að Tinna var ekki heima því hún hefði þurft að nota servíettu eða eitthvað annað undir sinn mat :-)
Þetta er nú ekki alveg eins slæmt og það hljómar og er sagt í fullu gríni :-) en öllu gamni fylgir jú einhver alvara hef ég heyrt.
3 ummæli:
Eruð þið ekki með uppþvottavél Gulla mín? Ég á eina sem heitir Ásgeir:-)
Hann vaskaði sko upp áðan, ég nennti því ekki eftir vinnu og þegar hann kom heim þurfti ég að fara á foreldrafund, sem var mjög heppilegt:-)
Koss og knús frá okkur hér í sólinni í Norge
Eigum við Emil að taka með okkur diska,glös og hnífapör?
hahahhahhaaaaaaa..... guð hvað ég skil ykkur vel með uppvaskið...
Skrifa ummæli