Powered By Blogger

sunnudagur, 11. maí 2008

4961 km

Eins og sum ykkar kannski vita þá fjárfesti ég í nýjum bíl síðasta ár, nánar tiltekið þann 8. ágúst s.l. Gripurinn er Daihatsu Sirion 1400 vél, kolsvört og geðveikt flott sporttýpa. Ég var eitthvað að velta fyrir mér um daginn hvenær ég ætti að mæta með kaggann í olíutékk og þess háttar og bað Villa að athuga það fyrir mig. Jú sko, samkvæmt sölubókinni þá er fyrsta svona tékk annað hvort eftir 12 mánuði eða eftir 15 000 kílómetra, hvort sem kemur fyrr. Humm, ég leit á kílómetramælinn og sá að ég hef keyrt elsku bílinn minn 4961 kílómetra á þessum níu mánuðum sem komnir eru. Og þar sem aðeins vantar þrjá mánuði í eitt ár tel ég nokkuð ljóst að ég næ ekki að keyra bílinn 15 000 kílómetra fyrir 8. ágúst og mæti því með hann í skoðun í byrjun ágúst.

Stundum legg ég bílnum fyrir framan húsið (en ekki í bílastæðin við hliðina á húsinu) svo ég geti kíkt út og séð bílinn og dásamað hann svona þegar ég er ekki að keyra hann :-) (ég veit, ég veit, ég er ekki alveg heilbrigð eins og yngri dóttir mín bendir mér oft á).

Ég vildi óska þess að ég gæti flutt bílnn minn með mér til Íslands þegar við flytjum heim. En það er víst hægara sagt en gert þar sem stýrið er "vitlausu" megin. Í Namibíu er sem sagt vinstri umferð. Annars heyrði ég í den um verkstæði sem sérhæfa sig í að umbreyta svona bílum svo þeir henti hægri umferð. En það eru nú möööörg ár síðan. Ef einhver þekki til þess þá endilega að að láta mig vita.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

What !!!!! flytja heim ??????

vennesla sagði...

Ég verð eiginlega að vera sammála henni Tinnu Rut:-) Það er ekki eðlilegt að sitja og dásama bílinn sinn:-) En getur þú ekki keypt þér svona bíl á Íslandi?

Koss og knús frá Maju