Powered By Blogger

föstudagur, 24. ágúst 2012

Rúnar og R(L)otani

Eins og ég talaði um í færslu um daginn þá ruglast Malawar oft í framburði á R og L og stundum er erfitt að átta sig á hvað fólk heitir. Hér við húsið höfum við mjög fínan vörð. Þetta er fínn kall sem passar upp á allt. En nú er svo komið að við fjölskyldan erum ekki alveg samhljóða um hvað hann heitir. Þegar við kynntust honum fyrst þá kynnti hann sig sem Rotani og það kölluðum við hann að sjálfsögðu. Svo mörgum mánuðum síðar kom í ljós að hann heitir víst Lotani.  En ég get bara ekki kallað manninn Lotani, mér finnst það bara ekki passa. Í mínum huga heitir hann Rotani. En Rúnar  og Villi kalla hann Lotani. Hann svo sem kippir sér ekkert upp við þennan nafnarugling hjá okkur :-)

En Rúnar og Rotani eru miklir mátar og er þetta fín mynd af þeim saman.

Engin ummæli: