Powered By Blogger

föstudagur, 3. ágúst 2012

Enn og aftur

Við skelltum okkur aftur á Árbæjarsafnið í gær. Mér finnst þetta safn alveg meiri háttar. Þegar við Rúnar fórum þarna um daginn höfðum við því miður ekki of mikinn tíma. Þannig að núna þræddum við svo til hvert einasta hús á safninu og skemmtum okkur vel. Rúnar er fínn leiðsögumaður um safnið því hann hefur verið með annan fótinn þarna í sumar. Ætli þetta hafi ekki verið fjórða eða fimmta skiptið hans í sumar.

Enda gat hann frætt okkur Dagmar um Hallberu draug. Leiðsögumaðurnn minn fékkst reyndar ekki til að vera of lengi inni í því húsi sem Hallbera hafði gert sig heimakomna í :-) Mig minnir að það hús heitir "Væringjabæli" og var notað af skátum.

En Árbæjarsafn er flott safn.

Krökkunum í Faxabóli hafði verið sagt að sá sem gæti lyft þessari keðju mætti taka hana heim til sín og eiga hana. Að sjálfsögðu þurfti að reyna :-)

 Eins varð að reyna stulturnar, það gekk nú alveg þokkalega.

Eitthvað gekk illa að hemja hestinn :-)

Engin ummæli: