Powered By Blogger

föstudagur, 24. ágúst 2012

4V

Jæja þá er skólinn kominn af stað aftur og er það mjög gott. Rúnar hefur nú aldeilis ekki viljað viðurkenna að hann hlakki til að byrja aftur - en hann er nú ósköp ánægður :-)

Hann er núna kominn í Year 4 og lenti hjá karlkennara. Þeir eru nú ekki margir í þessum skóla, frekar en öðrum. Kennarinn heitir Mr Van Der Merwe og krakkarnir vilja meina að hann gefi aldrei heimavinnu, eða alla vega litla sem enga. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur gleði sonar míns við það að lenda í bekk hjá þessum kennara.

Hér er hann tilbúinn að mæta í skólann, hress og kátur :-)

Engin ummæli: