Powered By Blogger

mánudagur, 21. febrúar 2011

Mikil hamingja

Það varð mikill hamingjudagur sem rann upp í dag. Það var hringt í okkur Rúnar Atla í morgun og okkur tilkynnt að dótið hans Rúnars væri loksins komið til landsins og það yrði komið með það heim eftir hádegið.

Eins og sést á þessari mynd var gaurinn þokkalega sáttur :-)


Það voru örugglega nokkur hundruð litlir hlutir sem komu upp úr kössum og pokum, sem þurfti svo að setja saman, eins og t.d. spítalann. Rúnar Atli var nú ekki lengi að redda því.


Þegar stofan var orðin undirlögð undir dót, hvarflaði að mér í nokkrar sekúndur hvort það gæti verið að við Villi höfum verið aðeins of viljug að kaupa dót fyrir hann. En nei nei, það held ég varla :-) En herbergið hennar Tinnu er Playmo-herbergið og hans eigið er Lego-herbergið. Svo sefur hann í hjónaherberginu - alveg frábært líf :-)

2 ummæli:

Villi sagði...

Skyldi vera einhvers staðar pláss fyrir pabbann?

Gulla sagði...

Við hljótum að geta holað þér einhvers staðar niður Villi minn :-)