Powered By Blogger

fimmtudagur, 18. febrúar 2010

Mikið undrunarefni

Eins og sumir vita þá keypti Rúnar Atli sér fiska og fiskabúr um daginn. Hann var voða ánægður með sína 10 fiska. Endrum og sinnum leit ég á fiskabúrið og fylgdist aðeins með fiskunum og alltaf taldist mér þeir vera 10. Svo einn daginn taldi ég bara níu - sama hvað ég taldi oft. Við Villi ræddum þetta og sættumst á að það væri nú mjög erfitt að fylgja öllum fiskunum eftir og telja þá alla - því þeir eru á sífelldri hreyfingu. En í nokkra daga sat ég og taldi - sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur :-) - og alltaf sá ég bara níu stykki. Kom nú að því að Villi fór að telja líka og jú það eru bara níu fiskar í búrinu. Okkur datt í hug að einn fiskurinn hefði drepist og Flora fjarlægt hann á meðan Rúnar var í skólanum. En ekki vildi hún kannast við það.

Þá er stóra spurningin - hvað varð um einn fiskinn??? Því það er alveg krystaltært að þeir voru 10 í upphafi. Þetta er hinn stóri leyndardómur á heimilinu í dag :-) 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Félagarnir hafa borðað hann. Það sama gerist hér þegar einkver deyr og maður er ekki fljótur að taka hann úr búrinu þá er hann horfin eftir nokkra tima :-)
Doddi

Gulla sagði...

úff - geðslegt eitthvað