Powered By Blogger

miðvikudagur, 3. febrúar 2010

Auknar kröfur

Leikskóli og forskóli er greinilega ekki það sama. Forskólinn er miklu meira "structured" en leikskólinn, nú hefst vinnan fyrir alvöru :-) Í leikskólanum máttu krakkarnir t.d. tala ensku sín á milli, þau sem eru enskumælandi, en kennararnir töluðu alltaf þýsku við krakkana og þeir áttu að svara á þýsku. En í forskólanum MEGA krakkarnir ekki lengur tala ensku sín á milli, nú er það bara þýskan takk fyrir. Rúnar fer nú sem betur fer létt með þetta enda svo sem verið í þýskum leikskóla í fjögur ár - svo skárra væri það nú. Þetta ár fer í það að undirbúa þau fyrir 1. bekk og það er margt sem þarf að læra. Það þarf t.d. að læra að bíða þangað til að kemur að þeim, það þarf að hlusta á kennarana og fara að fyrirmælum, það þarf að kunna að standa í röð og hafa hljóð á meðan. 

Svo í haust mun sálfræðingur skólans meta það hvort krakkarnir séu tilbúnir í 1. bekk - ef ekki þá fara þeir aftur í forskólann. Engin miskunn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

líst vel á þetta fyrirkomulag, oft koma börn upp í grunnskólann sem eru engan veginn tilbúin í það prógram sem fylgir því.
Annars á að innrita börn í grunnskólana hérna 8 - 14. febrúar að mig minnir og það er gert á Rafrænni Reykjavík.
kv.
Sigga.

Gulla sagði...

Ég er alveg sammála þér Sigga, sum börn "græða" bara á því að bíða í eitt ár. Takk fyrir ábendinguna með innritun í grunnskóla.

kv,
Gulla