Powered By Blogger

sunnudagur, 7. febrúar 2010

Loksins, loksins

Um daginn áskotnaðist mér smá peningur sem ég átti eiginlega alls ekki von á og var mikið að velta fyrir mér í hvað ég ætti að nota peninginn. Það var ýmislegt sem kom til greina, eins og fatakaup, matur, eða eitthvað álíka “skemmtilegt”, en ég var ekki alveg sátt við það. Ég vildi kaupa eitthvað sem yrði til í langan tíma. Svo ég brain stormaði smá og datt svo niður á hlut sem mig hefur langað í í mörg ár. Jú jú frúin keypti sér Kitchen Aid hrærivél, eldrauða. Ég hef aldrei átt hrærivél, ekki svona alvöru grip, og þetta er bara æði. Oh ég er svo glöð að hafa fengið óvæntan pening J
6 ummæli:

jóhannan sagði...

vááá hvað þessi græja er fallega rauð, ég lofa þér að þessi á eftir að endast þér æfina á enda og mikið lengur en það :)
Ég á gömlu vélina sem mamma og Hansi fengu í brúðargjöf, held að hún sé eldri en Villi og hefur aldrei bilað :)

davíð sagði...

Velkomin í klúbbinn

Nafnlaus sagði...

Já ég er svo hreykin yfir því að vera í klúbbnum :-)

Tinna sagði...

Flott vél :)

Villi sagði...

Svona til að dagsetningar séu á hreinu þá var gifting og skírn á sama degi, 4. sept. 1965. Ég er víst fæddur í synd...

sú gamla í Grundó sagði...

Vélin sem Jóhanna er með er frá árinu 1963 og var keypt í heildsölu hjá sambandinu árið 1963
og kostaði 5000 krónur og þótti dýr.