Hins vegar geri ég nú ekki ráð fyrir að það sé eins að lesa bók af iPad eins og að fletta sjálfri bókinni. Held það komi ekkert í staðinn fyrir að fletta og heyra skrjáfið :-)
Ef mér hlotnast aukapeningur einhern tímann þá mun ég kannski versla mér þennan grip en það yrði algjörlega gert fyrir Villa. Því eins og kannski sumir hafa heyrt þá þolir hann illa að það sé ljós á náttborðinu hjá mér heilu næturnar á meðan ég les í bók. iPad mun leysa þann vanda hans. Þegar ég hugsa þetta betur þá náttúrulega hlýtur hann bara að gefa mér svona grip svo hann geti sofið í friði á nóttunni. Og hans vegna mun ég nota iPadinn. Hvað maður leggur ekki á sig fyrir liðið sitt :-)
5 ummæli:
Ég er greinilega rosalega vel giftur...
Ekki spurning
ok, hvað er "þetta" þvi ég get ekki opnað linkinn það eina sem ég sé er appel.com og svo "not responding" ???
Ég þarf klárlega að fá betri útskýringu en þetta Gulla mín
jóhanna, þetta virkar fínt þegar ég klikka á linkinn. Prófaðu þennan
http://www.apple.com/
eða þennan
http://www.apple.com/ipad/
Skrifa ummæli