Powered By Blogger

föstudagur, 9. janúar 2009

Sushi

Nú er búið að stofna klúbb kvenna sem hafa farið reglulega saman í sushi í Namibíu. Þær sem búa á Íslandi fara stundum í sushi hér heima og eins er alltaf farið þegar ég kem heim. Klúbburinn fékk þetta fína nafn: HNSVF - Hnamibíska sushi vinafélag - takk fyrir. Í kvöld var svo stofnfundur félagsins og við mættum, sjö kellurnar, á efri hæðina í Iðu og fengum okkur ljúffengan sushi. Þetta var frábært og þegar upp var staðið lágu sjö diskar hjá hverri, úff :-) En þeir sem til þekkja vita auðvitað að diskarnir eru alveg sérlega litlir og lítið á hverjum diski - he he. En þetta er mjög gaman. Félagið fékk meira að segja sitt eigið tákn (fyrir þá sem tala táknmál) :-)

Gaman að þessu

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg hef aldrei smakkad shushi, einhvernvegin heillar thad ekki ad borda hraan mat:-) En eins og thu serd er eg ekki enntha buin ad finna ut hvernig eg get sett inn islenska stafi a hana Hørpu Sjøfn, en eg er ad reyna.

Koss og knus fra okkur i Norge