Powered By Blogger

laugardagur, 17. janúar 2009

Ja hver fja.....

Um daginn heyrist í syninum "mamma, af hverju ertu ekki eins og barbie?". Mamman verður nú bara gjörsamlega orðlaus og kjaftstopp og veltir fyrir sér hvort krakkinn sé kominn með vaxtarlag mömmunnar á heilann (sbr færslu hér um daginn). Ég vissi ekki hvernig ég ætti að svara svona spurningu og ákvað bara að eyða henni og fara að tala um eitthvað allt annað :-) Þar sem það er svo auðvelt að breyta umræðuefni svona ungra krakka þá gekk það bara mjög vel og við fórum að tala um eitthvað allt annað.

Það var svo í dag sem ég fékk skýringu á þessum ummælum sonarins. Feðgarnir höfðu keypt geisladisk í fríhöfninni á Íslandi þegar við vorum að leggja af stað til Namibíu. Geisladiskurinn heitir Gilligill og er barnadiskur með Valdimar Skúlasyni og Memfismafíunni. Þennan disk hlusta feðgarnir alltaf á á morgnana á leiðinni í skólann og eitt lagið á diskinum heitir svo skemmtilega "Mamma og Barbie" og í því lagi er m.a. spurt hvers vegna mamman geti ekki verið eins og Barbie. Þar kom skýringin :-)

En þetta er meiri háttar góður diskur og lagið "Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn" er á honum og er snilld.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhhaaaa

Nafnlaus sagði...

Thessi drengur er ekki alveg ok:-))

Koss og knus fra okkur i Norge