Powered By Blogger

föstudagur, 9. janúar 2009

Algjört æði

Í gærkveldi fór ég í Háskólabíó til að hlýða á Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þetta var alveg meiri háttar. Ég bauð eiginmanninum með mér en þegar til kom gat hann ekki farið - hann tók vinnuna framyfir kvöldstund með konunni. En ég á svo góða vinkonu sem gat farið með mér :-)

En svona í alvöru þá var þetta alveg meiri háttar og ég var með endalausa gæsahúð. Það er pottþétt að ég fer aftur um næstu áramót.

Engin ummæli: