Powered By Blogger

sunnudagur, 14. september 2008

MIsjafnt læra börnin

Rúnar Atli kom til mín um daginn og sagðist vilja eiga ömmu. Ég sagði honum að hann ætti nú eina mjög góða ömmu, hana Eygló ömmu. Jú jú hann viss það alveg, en hann vill fleiri ömmur. Ég reyndi nú að útskýra fyrir honum að mamma mín, hún Ollý amma, væri því miður dáin. Við ræddum aðeins hvað það þýðir að vera dáin en ég veit svo sem ekki hvort né hve mikið hann skilur af svoleiðis pælingum. En alla vega við ræddum um englana sem passa okkur og svoleiðis. Svo spyr hann mig af hverju hún Ollý amma dó. Ég sagði sem er að hún var veik á spítala og dó. Hann hugsar sig aðeins um og spyr svo "kom svo einhver og skjótti hana?". Ég varð að passa mig að skella ekki upp úr. En hvar læra börnin svona. Lalla amma sagði alltaf að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. En ég vil nú ekki meina það að ég gangi um og þykist skjóta mann og annan. Þannig að ekki hefur blessað barnið lært þetta af mér :-) Það er þá spurning hvað pabbinn er að gera með syninum þegar þeir eiga góða stund saman :-)

Þetta hefur greinilega legið honum á hjarta því nokkrum dögum síðar liggjum við saman uppi í rúmi og þá fer hann að tala um englana sem passa okkur. Hann tilkynnt mér að hann vildi að ég og hann mundum deyja til að verða englar og þá gætum við flogið upp til guðs og hitt Ollý ömmu.

Æi það er gaman að þessu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var á Rúnars aldri dó langafi okkar og þar sem við bjuggum í sveit og þar var dýronum slátrað og þau borðuð, þá spurði ég hver ætlaði að borða langafa.
Doddi

Nafnlaus sagði...

Geðslegt :-)

kv,
Gulla